Sprelligosinn Robin Williams hefur ákveðið að taka að sér aðalhlutverkið í vísindaskáldskapstryllinum Final Cut. Í myndinni mun hann leika Cutter, mann sem sér um tölvukubba sem eru settir inn í heilann á kúnnum, og taka upp allt sem gerist í lífi þeirra. Við nýjasta verkefni sitt uppgötvar hann glugga inn í sitt eigið dimma líf, og setur af stað keðjuverkun sem setur líf hans í hættu. Myndinni verður leikstýrt af nýgræðingnum Omar Naim, og verið er að vinna að því að fá kvikmyndatökumanninn og goðsögnina Tak Fujimoto ( The Sixth Sense , Signs ) til að kvikmynda myndina. Búist er við því að tökur hefjist í júní.

