Anderson gerir DOA

Leikstjórinn knái, Paul Anderson, sá hinn sami og gerði m.a. Soldier og Resident Evil, mun framleiða mynd gerða eftir tölvuleiknum vinsæla Dead Or Alive, í gegnum framleiðslufyrirtæki sitt, Impact Pictures. Ekki er búist við að hann leikstýri myndinni, en enn er ekki vitað hvaða söguþráður verður skapaður út frá tölvuleiknum, sem hefur í sjálfu sér engan söguþráð, en henni er ætlað að vera einkonar blanda af Charlie’s Angels og Enter The Dragon. Áætlað er að myndin líti dagsins ljós sumarið 2004, á sama tíma og fjórði leikurinn í seríunni kemur út.