Jennifer Lopez og Richard Gere munu fara með aðalhlutverk kvikmyndarinnar Shall We Dance. Hún er endurgerð japanskrar myndar, sem fjallar um danskennara, sem er að kenna danslistirnar ósköp venjulegum manni einum. Hann fór í tímana til þess að geta náð hylli hennar, en á meðan kennslunni stendur, uppgötvar hann ástríðuna í lífi sínu upp á nýtt, og verður aftur ástfanginn af eiginkonu sinni. Myndinni verður leikstýrt af Peter Chelsom ( Serendipity ) og handritið er skrifað af Audrey Wells.

