Leikstjórinn svokallaði Michael Bay mun framleiða endurgerðina af Texas Chainsaw Massacre. Eins og búast mátti við, þá vill hann ekkert blóð eða ofbeldi í sinni endurgerð. Myndin verður PG-13, sem þýðir að hún verður aðeins bönnuð börnum innan 13 ára, sem er ekki beint í anda gömlu myndarinnar. Aðalhlutverk verða í höndum Jessica Biel ( Summer Catch ) og Eric Balfour, sem þekktastur er fyrir að leika í sjónvarpsþáttunum 24. Í myndinni, sem leikstýrt verður af tónlistarmyndabandaleikstjóranum Marcus Nispel, leika einnig Jonathan Tucker ( The Virgin Suicides ) og Erica Leehrsen ( Blair Witch 2 : Book of Shadows ).

