Náðu í appið
Öllum leyfðMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununar

The Virgin Suicides 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 27. júlí 2001

Love Sex Passion Fear Obsession

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 77
/100

Myndin fjallar um fimm systur í úthverfi Detroit árið 1974 og dularfulla tilveru þeirra. Myndin er sögð af strákunum í nágrenninu sem dáðu þær og dýrkuðu og hittast 20 árum síðar til að reyna að leysa gátuna um Lisbon systurnar, sem voru aldar upp við mikinn aga heima fyrir. Þetta er saga um einmanaleik, einangrun og það hvernig umhverfið horfði sljólega... Lesa meira

Myndin fjallar um fimm systur í úthverfi Detroit árið 1974 og dularfulla tilveru þeirra. Myndin er sögð af strákunum í nágrenninu sem dáðu þær og dýrkuðu og hittast 20 árum síðar til að reyna að leysa gátuna um Lisbon systurnar, sem voru aldar upp við mikinn aga heima fyrir. Þetta er saga um einmanaleik, einangrun og það hvernig umhverfið horfði sljólega á þær verða að engu.... minna

Aðalleikarar

Þunglynt miðjumoð
Ég verð því miður að vera ósammála meirihlutanum sem segir að The Virgin Suicides sé góð eða jafnvel frábær kvikmynd. Mig langaði til þess að elska hana. Ég hafði heyrt svo margar sögur um hversu grípandi, eftirminnileg og sorgleg hún væri. Ég stóðst ekki mátið að kaupa mér myndina á DVD og var spenntur að sjá hvað dóttir Guðföðursins, Sofia Coppola, myndi gera með sína fyrstu mynd. Niðurstaðan skildi mig eftir vægast sagt tómann og ef til vill þunglyndari heldur en helstu persónur myndarinnar. Ég fatta skilaboðin og finnst margt vera mjög jákvætt við heildina, en almennt fannst mér margt mátt vera betur unnið.

Úff... Hvar á ég að byrja? Ja, í fyrsta lagi þá er frásögnin alveg úti á þekju. Handritið skiptir sífellt um stefnu og nær heldur ekki að átta sig á því hverjar eru aðalpersónur myndarinnar. Ekki voru það systurnar (Kirsten Dunst og co.) því þær fengu engan fókus (sem var kannski tilgangurinn. Engu að síður, þá fannst mér það ekki virka), ekki voru það strákarnir sem bjuggu á móti þeim því þeir birtast mjög óreglulega út alla myndina og hverfa m.a.s. alveg í kringum miðkaflann. Ekki voru það heldur foreldrarnir því þeir voru mjög einhliða og litlaus - þrátt fyrir að vera vel leikin. Svo gat það heldur ekki verið sögumaðurinn (Giovanni Ribisi) því við fáum aldrei að vita hver hann er! Hvað var síðan málið með það að kynna Josh Hartnett til leiks cirka hálftíma inn í myndina og láta hann svo bara hverfa sporlaust??

The Virgin Suicides er víst byggð á samnefndri bók, en skildi bókin hafa sömu galla þá er það mjög gölluð og óvönduð bók, ef ekki þá hefur Sofia litla farið mjög illa með hana efnislega séð. Það eru vissulega sorgleg atvik sem bregða fyrir í sögunni og þau skildu ýmislegt eftir sig en mér leið samt aldrei eins og ég væri tilfinningalega tengdur persónunum. Persónusköpun systrana var alltof óljós, foreldrarnir voru leiðinlegir og strákarnir fengu svo litla athygli að maður þekkti varla nöfnin á þeim. Það sem virkaði á mig voru frammistöður leikaranna og tónlistin, enda er ég mikill aðdáandi Air.

Sofia Coppola skal ekki kallast vinkona mín. Hún eyðilagði Godfather III með glötuðum leik og hérna feilaði hún á því að gera áhugavert hráefni... áhugavert. Stíllinn hennar er líka hundleiðinlegur, og ef einhver getur sagt mér hvað örskotin með Dunst sem skutu upp kollinum á milli sena áttu að þýða þá væri það vel þegið. Einnig fór það svolítið í mig hvað myndin talar mikið niður til unglinga. Ég veit að unglingar eru ekki alltaf viðkunnanlegustu manneskjur í heimi, en hérna er alveg verið að stinga heilu x-kynslóðirnar í bakið. Horfið frekar á Dazed & Confused, sem fagnar unglingsárunum.

Ég skil ekki alveg aðdáunina á bakvið þessa mynd. Mér finnst eins og miklu betri mynd væri innifalin í þessu öllu saman. Hún er alls ekki slæm og ég væri ekki að pirra mig svona mikið ef mér fannst hún ekki eiga góða möguleika, sem hún hafði. Hún var áhorfanleg, metnaðarfull að vissu leyti og gríðarlega vel leikin. Það ætti svosem alveg að gera hana "alltílæ" á endanum.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Flott mynd
The Virgin Suicides fjallar um fimm systir, Lux, Bonnie, Mary, Theresa og Cecilia sem eru allar fæddar á sitthvoru árinu og um líf þeirra á áttunda áratugnum í Bandaríkjunum. Foreldrar þeirra eða sérstaklega mamma þeirra eru mjög strangir og trúaðir og mega stelpurnar eiginlega ekki umgangast stráka. Þær eru ekki mjög ánægðar með lífið og er yngsta stelpan í sjálfsmorðshugleiðingum. Ein af stelpunum Lux er svolítið villt og ákveður hún aðeins að brjóta reglurnar með rosalegum afleiðingum. Nokkrir strákar úr hverfinu umgangast þær og bjóða þeim meira að segja á ball á þessum tíma og rekja þeir svo sögu stelpnanna mörgum árum seinna, á skemmtilegan hátt. Eins og ég hef áður sagt er ég mikið fyrir myndir með narrator og var þessi bæði dramatísk og skemmtileg. Það eru mörg ofboðslega flott atriði í henni sem virkilega setja hana í flokk með gæðamyndum og er myndin að mínu mati næstum því gallalaus. Hún er dularfull og skilur mann eftir agndofa og forvitinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég bjóst við nokkuð góðri mynd þegar ég sá VS, búinn að heyra marga tala fallega um,en þvílík vonbrigði eitthvað froðusnakk um hvað það sé erfitt að vera unglingstelpa í úthverfi í bandaríkjunum. Þetta var svo mikil yfirborðskennd þvæla um unglingsdrauma hjá einhverjum gelgjum sem finnst eitthvað sem er bannað vera spennandi (þ. e. stelpurnar). Stjarnan stendur fyrir góða tónlist, góðan Woods og svo sem fyrir ágæta vinnslu á mynd, það er í rauninni ekkert að þessarri mynd annað en það að hún er leiðinleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég fór á þessa mynd vissi ég lítið sem ekkert um hana en ég bjóst þó við einhverju góðu, þar sem ég hafði heyrt mjög góða hluti um þessa mynd. Svo skemmdi heldur ekki fyrir að Kirsten Dunst er í miklu uppáhaldi hjá mér. En þegar myndin var búin og ég ætlaði að finna orð til að segja um hana, þá bara átti ég ekki neitt. Hún er sorgleg en samt ekki svoleiðis að maður liggji grenjandi yfir henni. Hún bara lætur mann vera eitthvað svo tómann og hugsandi eftir á. Hún er bara svo eitthvað viðkvæm. En ég ætla að gefa henni þrjár og hálfa stjörnu því að þetta er mynd sem að kemst nálægt því að vera meistaraverk. Alger snilld. Þótt að hún sé kannski ekki fyrir alla þá mæli ég með því að sem flestir fari og leigji þessa mynd þegar hún kemur út á video, því að hún er sko þess virði og alveg meira en það get ég sagt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög vönduð mynd sem gerist í úthverfi í Bandaríkjunum fyrir rúmlega 20 árum síðan og fjallar í kjarna sínum um fimm ólánsamar systur, foreldra þeirra og nokkra pilta sem verða hugfangnir af systrunum. Það hefur sannarlega tekið langan tíma fyrir Virgin Suicides að komast í bíó hérna á klakanum en biðin var vel þess virði. Allir leikarar standa sig með prýði og söguþráðurinn er góður, ég átti fyrst von á því að einhver flétta í lok sögunnar myndi útskýra vanhamingju systranna betur en fljótlega sá ég að myndin var meiri upplifun heldur en eiginleg saga og var ég vel sáttur við það. Það má segja að ljúfir tónar frönsku hljómsveitarinnar Air, frábærar leikframmistöður hjá Kirsten Dunst, Josh Harnett og James Woods ásamt skemmtilegrar og litríkrar myndatöku skapi myndinni draumakennt andrúmsloft sem er mjög frumlegt. Jafnframt lyftir það myndinni á hærra plan hversu mikið og vel heppnað myndmál kemur fyrir, t. d. hvernig deyjandi tréin endurspegla stúlkurnar. Ljúfsár mynd sem ég mæli með fyrir alla sælkera á kvikmyndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn