Náðu í appið
Somewhere
Öllum leyfð

Somewhere 2010

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 31. desember 2010

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 70% Critics
The Movies database einkunn 6
/10
The Movies database einkunn 67
/100

Hollywood leikarinn Johnny Marco býr á lúxus hótelum og skemmtir sér stíft til að leiðindin hellist ekki yfir hann á milli verkefna. Hann á 11 ára stúlku sem heitir Cleo sem gæti verið pínu ofdekruð en lætur ekki á því bera. Þegar móðir Cleo kemur með hana til Johnny og fer síðan úr bænum, tekur Johnny dóttur sína með í þau verkefni og annað... Lesa meira

Hollywood leikarinn Johnny Marco býr á lúxus hótelum og skemmtir sér stíft til að leiðindin hellist ekki yfir hann á milli verkefna. Hann á 11 ára stúlku sem heitir Cleo sem gæti verið pínu ofdekruð en lætur ekki á því bera. Þegar móðir Cleo kemur með hana til Johnny og fer síðan úr bænum, tekur Johnny dóttur sína með í þau verkefni og annað sem hann þarf að fara, en spurningin er hvort að dóttirinn passar inn í lífsstíl leikarans.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)

Raunveruleg
Somewhere er nýjasta mynd Sofiu Coppola sem fjallar um líf leikarans Johnny Marco og hvernig það breytist þegar dóttir hans kemur inn í líf hans til lengri tíma.

Johnny er mjög vinsæll leikari, en persónulegt líf hans er í algjöru rugli. Hann býr á Chateaux Marmont hótelinu og eyðir dögum sínum í drykkju, pillur og einnar nætur gaman með næstu blondínu.
Þegar 11 ára dóttir hans Cleo er skilin eftir hjá honum í smá tíma fer hann að endurmeta líf sitt og gildi þess.

Það tekst vel að sýna hversu aumkunarvert líf Johnny er og breytinguna sem verður á því.
Myndin er mjög evrópsk að því leyti að hún gerist hægt og rólega og er lítið talað í henni.
Hún er lengi að byggja sig upp sem er galli, en svo venst áhorfandi hraðanum og nýtur myndarinnar.
Þó að sagan sé dramatísk koma skemmtilegir brandarar reglulega inn, þeir eru flestir kynferðislegir og mjög fyndnir.

Myndin er ágæt, leikararnir Stephen Dorf í aðalhlutverkinu og Elle Fanning (litla systir Dakotu Fanning) standa sig vel, sambandið þeirra er einstakt og skemmtilegt.

Somewhere er í svipuðum dúr og Lost in Translation, en ekki alveg jafn góð. Þetta er ekki meistaraverk en það er létt fyrir Coppola aðdáendur að njóta myndarinnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn