Náðu í appið
Öllum leyfð

Lost in Translation 2003

Frumsýnd: 6. febrúar 2004

Everyone Wants to be Found.

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 95% Critics
The Movies database einkunn 91
/100

Bob Harris er bandarískur kvikmyndaleikari sem má muna sinn fífil fegurri. Hann kemur til Tókíó í Japan til að leika í auglýsingu og hittir Charlotte, unga eiginkonu ljósmyndara í vinnuferð þarna. Bob og Charlotte eru bæði lúin og leið og eru því fullkomnir ferðafélagar, þó þau séu ekki trúverðug sem slík fyrirfram. Charlotte er að leita að sínum... Lesa meira

Bob Harris er bandarískur kvikmyndaleikari sem má muna sinn fífil fegurri. Hann kemur til Tókíó í Japan til að leika í auglýsingu og hittir Charlotte, unga eiginkonu ljósmyndara í vinnuferð þarna. Bob og Charlotte eru bæði lúin og leið og eru því fullkomnir ferðafélagar, þó þau séu ekki trúverðug sem slík fyrirfram. Charlotte er að leita að sínum stað í lífinu, og Bob reynir að þrauka í gegnum hjónaband sem er ekki mjög spennandi. Bæði saman og í sitthvoru lagi upplifa þau hvernig það er að vera Bandaríkjamaður í Tókíó. Bob og Charlotte upplifa bæði rugling sem þessu fylgir og það sem er sprenghlægilegt, vegna menningarmunar og tungumálavandræða. Eftir því sem samband þeirra verður nánara, þá átta þau sig á því að Japansheimsóknin þarf að fara að styttast í annan endann og þeirra vinskapur sömuleiðis.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Lost in Translation er enn önnur góð mynd eftir leikstjórann Sofia Coppola. Hún hefur alveg sannað sig í Hollywood og búið til sitt eigið nafn.

Lost in translation er klárlega mjög spes mynd og þekki ég marga sem myndu bara sofna yfir henni. En fyrir þá sem halda sér vakandi er hún mjög áhugaverð.
Hún fjallar um unga stelpu Scarlett Johanson sem er með manninum sínum ljósmyndara í japan. Maðurinn hennar er alltaf að vinna og hefur hún ekkert að gera. Hún hittir aðra reikanda sál Bill Murray, fyrrverandi stórstjörnu, núverandi áfengis auglýsinga leikara.
Þau þróa með sér furðulegt samband og verður áhorfandinn týndur með þeim í Japan.

Þetta er ágætis mynd, hún er eins og myndir Sofiu rosalega flott, tónlistin góð, falleg leikmynd og umhverfi. Scarlett var bara 19 ára þegar þessi mynd kom út en lék hún þetta virkilega fullorðinslega, Bill Murray fékk comeback með þessari mynd og er líka virkilega skemmtilegur í henni.

Þetta er skemmtilegt áhorf fyrir kvikmyndaáhugamenn, en alls ekki fyrir alla, þetta er ekki grínmynd til að horfa á laugarsdagkvöldi!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Lost in Translation er mynd sem er auðveldlega hægt að gleyma. Ef þið pælið í því, þá er varla neitt að gerast í myndinni. En það sem bjargar henni frá algjöru falli er frábært handrit Sophiu Coppola. Hún sýnir að hún kann að skrifa góð handrit, og vann Óskarinn verðskuldað. Svo eru samræðurnar í myndinni frábærar, auk þess sem Bill Murray sýnir alveg nýja hlið á sér og fer með hlutverk sitt vel í myndinni og sýnir snilldartakta. Hefði alveg viljað sjá hann vinna Óskarinn fyrir LIT, því það hefði verið verðskuldað líka. Þessi mynd hentar ekki öllum, en er samt hin fínasta skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ekki þessi stórmynd sem ég bjóst við að sjá, allir búnir að segja við mig að sjáðu hana drengur, þannig að ég tók hana og keypti mér hana í rauninni, en ég varð fyrir miklum vonbrigðum, fín til að byrja með en endar rosalega heimskt, ég er ekki nógu sáttur með hana. En Bill Murray er mjög góður eins og alltaf, en endirinn eyðilegur allt
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Af einhverjum ástæðum var ég mjög spenntur yfir því að sjá þessa mynd. Hún laðaði að sér stjörnur frá gagnrýnendum eins og segulstál, var með yfir 8 í einkun á IMDB og allir töluðu um hvað hún væri frábær. Ég gerðist aldrei svo frægur að sjá hana í bíó en það var kannski bara eins gott, LIT er ekki 800 króna virði. Söguþráðurinn í LIT er svona: Hamingjusamlega giftur og moldríkur gæji fer til Japan að leika í auglýsingu og fær tvær milljónir dollara fyrir, en honum leiðist (aumingja hann). Og gella sem er útskrifuð úr Yale sem lítur svo vel út að það líður nánast yfir mann þegar maður sér hana er þarna með kærasta sínum og henni leiðist voðalega líka, og fer að gráta í símann út af því (aumingja hún). Síðan hittast þau og fara aðeins að gera grín af því hvað Japanir eru litlir, verða full en þurfa svo að fara heim og kveðjast með kossi. Þar endar myndin og það eina sem gerst hefur er það að gæjinn hefur haldið framhjá konunni sinni og gellan framhjá kærastanum sínum. Það er glæpsamlegt að Sofia Coppola hafi unnið óskarinn fyrir besta handritið fyrir ÞETTA, Ed Wood gæti gert betur.. Ætli pabbi gamli hafi kannski beðið vini sína í akademíunni að vera góðir við stelpuna sína?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Lost in Translation er ein besta mynd 2003 (ásamt öðrum snilldarverkum). Hún gefur manni skemmtilega sýn inn í heim Tokyo og inn í menningu Japana. Einnig sýnir þessi mynd hvernig manneskja frá allt annarri menningu reynir komast áfram í þessari framandi menningu. Mér finnst Bill Murray algjör snillingur í þessari mynd. Hann leikur mann sem þjáðist af gráa fiðringnum og er staddur út í Tokyo, langt frá fjölskyldu og eigin heimi. Hann slær alveg stórkostulega í gegn og lætur mann liggja í hláturskasti (hehe). Í öllum þessum ringlulreiðum kynnist hann ungri stelpu, sem leikin er af hinni fallegu Scarlett Johansson. Hún er eins og hann, alein inní þessum stóra heimi, og í gegnum það kynnast þau. Ég mæli eindregið með þessari mynd. Ég veit að ég virðist alltaf gefa 4 stjörnur en með þessa mynd, þá á hún ekkert minna skilið. Enjoy...;)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.06.2023

Skemmtilegt að leika siðblindingja

Leikkonan Scarlett Johansson er mætt aftur í heim Wes Anderson. Hún talaði inn á teiknimynd leikstjórans, Isle of Dogs frá 2018 en er nú í aðalhlutverki í gamanmyndinni Astreroid City og fer fyrir stórum hópi þekktra ...

03.11.2020

Ari Eldjárn með uppistand á Netflix

Uppistandið Pardon my Icelandic með hinum stórvinsæla Ara Eldjárn verður gefið út á streymisveitunni Netflix. Öruggt er að fullyrða að Ari sé fyrstur íslenskra grínista til að stíga á stokk á streyminu fræga en umr...

23.08.2016

100 bestu myndir 21. aldarinnar

Ný könnun ríkisútvarpssins breska BBC, leiðir í ljós að besta mynd aldarinnar sem við lifum nú á, þeirrar 21., er Mulholland Drive frá árinu 2002 eftir David Lynch. Þó einungis séu liðin 16% af öldinni, þá streyma...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn