Náðu í appið
128
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Blair Witch 2 : Book of Shadows 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. janúar 2001

Evil Doesnt Die.

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 14% Critics
The Movies database einkunn 15
/100

Til að græða á atburðum fyrri myndarinnar, þá ákveður maður frá Burkitsville í Maryland að opna "Blair Witch Hunt" ferðir, sem sýna fólki ýmsa staði sem komu við sögu í fyrri myndinni. Hópur miðskólanema ákveður að fara í þessa ferð og endar heima hjá Rustin Parr. Þar ákveða þau að gista yfir nóttina, en um morguninn átta þau sig á því að... Lesa meira

Til að græða á atburðum fyrri myndarinnar, þá ákveður maður frá Burkitsville í Maryland að opna "Blair Witch Hunt" ferðir, sem sýna fólki ýmsa staði sem komu við sögu í fyrri myndinni. Hópur miðskólanema ákveður að fara í þessa ferð og endar heima hjá Rustin Parr. Þar ákveða þau að gista yfir nóttina, en um morguninn átta þau sig á því að þau sváfu ekki neitt, en muna samt ekkert hvað gerðist kvöldið áður. Þau fara aftur í bæinn og uppgötva að eitthvað ... eða einhver hefur fylgt þeim til baka.... minna

Aðalleikarar


Nokkuð nett framhald af The Blair witch project. Hvað þessi mynd er að gera á botnlista kvikmyndir.is er nokkuð sem ég stórfurða mig á því hún er alveg ágæt. Book of shadows(af hverju þurfti myndin að heita þetta?! Eins og aðrir hafa minnst á: hvaða bók?!) er í raun mjög illa gerð en miðað við það finnst mér hún hin fínasta afþreying. Hún er alveg úr öllu samhengi og á köflum er hún ruglningsleg og maður skilur varla baun en samt tekst henni að halda athygli manns. Það er þó skemmst frá því að segja að hér höfum við efni í miklu betri mynd og það byggi ég á því hvað myndin fer frábærlega af stað en snýst síðan út í hálfgerða froðu og vitleysu og tómleikinn skín alveg í gegn. Ég hefði til dæmis viljað að handritið hefði skilgreint nornina aðeins betur. En líkt og forveri sinn þá er endirinn súper og beinlínis það sem reddar öllu. Að mínu mati er Book of shadows góð mynd og of flott til að fá slæma einkunn en ég er bara ekki nógu sáttur við hvað hún er illa unnin og missir aðeins of oft dampinn. Mjög sérstök mynd sem ég mæli lauslega með og þó að þetta sé ekkert meistaraverk þá á hún engan veginn heima á botnlistanum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég veit ekki af hverju ég tók þessa mynd á video-leigunni á sínum tíma. Mér fannst fyrri myndinn alveg ömurleg, þunn og ómerkileg. Eina sem er hægt að hróssa fyrri myndinn fyrir er hvernig hún var markaðsset. Markaðssetninginn svín heppnaðist. En allavega þá tók ég þessa.


Myndinn er nánast beint framhald af fyrri myndinni. Hún fjallar um hóp af krökkum sem fara í skóginn þar sem hópurinn úr fyrri myndinni hvarf. Hópurinn(seinni) ætar að rannsaka hvað kom fyrir fyrri hópinn. Eftir því sem þau komast nær því hvað varð um fyrri hópinn, því fleiri furðuhlutir koma fram hja þeim.


Þessi mynd er álíka þunn og gagnrínin mín. Leikararnir eru hrillilega slappir, verri en sápuóperuleikarar. Handritið er vægast sagt skrautlegt. Þetta er ekki góð hrillingsmynd og er varla hægt að segja að hún komist í b-mynda hópinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd kom mér svolítið á óvart því ég gat ekki ýmindað mér að Blair witch 2 kæmi út en svo hlakkaði mér rosalega til að sjá hana, ég var svolítið hræddur (því hún var svo hræðileg á sínum tíma) og mig brá alltaf þegar ég sá dautt fólk í myndinni, hún byrjar að það er einhverskonar sjónvarpsþáttur í henni og viðtöl og þá þegar myndin byrjar þá eru eitthvað fólk sem eru að fara að gista í húsi Rustins Parrs sem átti heima þar áður. Og þegar þau vakna þá fara þau og síðan uppgvöta það að þegar þau fóru frá Black hills sem Blair nornin á heima þá fóru þau með eitthvað eða eitthvern frá Black hills. Og ég var svolítið hissa þegar ég sá þegar myndin var búin að það vantaði framhald að myndinni því hún endaði frekar illa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fín mynd byggt á skemmtilegri hugmynd. Miklu betri en fyrri myndin sem var algjört rusl miðað við þessa mynd. Alvöru myndataka í staðin fyrir endalaus skot af fótum aðalleikara fyrri myndarinnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd því, Blair Witch 1 lofaði hrikalega miklu. En þessi mynd var engan veginn að virka því hún var næstum ekkert ógeðsleg, OK það voru sum spooky atriði en það er allt og sumt, ég get því miður ekkert mælt með þessari mynd. Eina skiptið sem mér brá var þegar vesæl ugla flaug inn um gluggann. MIKIL VONBRIGÐI!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn