Jackson orðinn alvöru riddari

Nýsjálenski kvikmyndagerðarmaðurinn og Hollywood stjórstjarnan Peter
Jackson
,
sem frægastur er fyrir Lord of The Rings þríleikinn og endurgerðina af King
Kong
, hefur verið sleginn til riddara.

Athöfnin fór
fram í dag miðvikudag. „Ég tek við þessu af mikilli auðmýkt,“ sagði
Jackson þegar honum var veitt nafnbótin í Wellington í Nýja Sjálandi af
æðsta yfirmanni landsins, ríkisstjóranum Sir Anand Satyanand, fyrir hönd
Elísabetar Englandsdrottningar.

Riddaratignina fær
leikstjórinn fyrir framlag sitt til listanna í Nýja Sjálandi.

„En
sannleikurinn er samt sá að það er ekki einstaklingsframtak að búa til
kvikmynd – það tekur samtakamátt hundruða og jafnvel þúsunda manna –
þannig að mér líður eins og ég sé að taka við þessu fyrir hönd allra í
kvikmyndaiðnaðinum,“ bætti Jackson við.

Auk myndanna sem
Jackson hefur gert, og meðal annars tekið upp í Nýja Sjálandi, þá opnaði
hann kvikmyndaver árið 2003 í Wellington, en þar má búa til miklar
tæknibrellur og tölvugrafík. Kvikmyndaverið hefur komið Nýja Sjálandi á
kortið sem meiriháttar upptökustaður fyrir kvikmyndir. Síðasta stórmynd
sem var tekin þar var stórmyndin Avatar
eftir James Cameron.