Eflaust muna einhverjir eftir myndinni Masters of the Universe(1987) sem var um persónuleikaröskuðu ofurhetjuna He-Man. Svo virðist sem þessi ofurhetjualda sem gengur yfir kvikmyndahús þessa dagana muni endast í þónokkurn tíma til viðbótar.
Warner bræður og Silver Pictures ætla að framleiða myndina sem mun bera nafnið Grayskull. John Stevenson (leikstýrði Kung Fu Panda) er í viðræðum um að leikstýra myndinni sem mun koma út á næsta ári.
Ekki hefur enn fundist leikari í titilhlutverkið enda er verkefnið ekki komið langt á leið.

