Carrey og McCarthy skilin

Kvikmyndaleikarinn og stórgrínistinn Jim Carrey og leikkonan Jenny McCarthy, sem búið hafa saman undanfarin fimm ár, eru skilin. Þau notuðu
samskiptavefinn Twitter í gærkvöldi til að tilkynna þessa ákvörðun sína.

„Við Jenny höfum nú slitið 5 ára
sambandi okkar,“ sagði Carrey, sem er 48 ára. McCarthy, sem er 37 ára,
bætti skömmu síðar við: „Ég er þakklát fyrir árin sem við Jim áttum
saman.“

McCarthy mun halda áfram sambandi við uppkomna dóttur Carreys.

Umboðsmaður Carreys hefur staðfest sambandsslitin í yfirlýsingu sem send var til bandarískra
fjölmiðla.   

Carrey hefur leikið í fjölda
kvikmynda. Verið er að sýna mynd hans,I Love You Phillip Morris,
í íslenskum kvikmyndahúsum um þessar mundir. McCarthy er meðal annars þekkt fyrir leik sinn í Dirty Love og Scream 3.