Kyntáknið, kvikmyndaleikarinn og Óskarsverðlaunaleikstjórinn Kevin Costner á von á sínu sjöunda barni í júní nk. Þetta er þriðja barn hans með þýskri eiginkonu sinni Christine Baumgartner, en fyrir átti Costner þrjú börn með fyrri eiginkonu sinni, og eitt að auki sem hann eignaðist eftir stutt samband við aðra konu.
Costner og Baumgartner, sem er handtöskuhönnuður, eiga fyrir tvo syni, Hayes Logan sem er eins árs, og Cayden Wyatt, sem er tveggja ára.
Það verður því líf í tuskunum á heimili Costner fjölskyldunnar í sumar.

