Leikarinn góðkunni, Edward Norton, sem flestir ættu að kannast við úr myndum á borð við Fight Club og American History X er orðaður við hlutverk John Connors í þriðju Terminator myndinni. Það var nafni hans, Edward Furlong, sem lék John í Terminator 2: Judgment Day en þriðja myndin mun gerast um tíu árum seinna. Töluverð hreyfing er nú komin á framleiðslu myndarinnar og munu tökur að öllum líkindum hefjast snemma á næsta ári.

