Síðasti bærinn í Kvikmyndasafninu

Fyrsta kvikmynd Óskars Gíslassonar í fullri lengd, Síðasti bærinn í dalnum, verður sýnd í Bæjarbíó Hafnarfirði á vegum Kvikmyndasafnsins í kvöld, þriðjudagskvöld, kl 20:00 og á laugardaginn kl 16:00. Um er að ræða fjölskyldumynd í anda þjóðsagnanna. 

Þetta er einstakt tækifæri til að sjá þessa sögulegu mynd frá 1950 sem hefur verið ófáanleg lengi og aðeins sýnd á nokkura ára fresti.

Nánari upplýsingar eru á www.kvikmyndasafn.is