Í tilefni frumsýningu myndarinnar Sherlock Holmes á morgun ætla ég að gefa nokkrum heppnum notendum möguleika á því að vinna sér inn gjafakörfu með varningi sem tengist myndinni. Ég er heldur ekki að tala um einhvern draslvarning eins og blöðrur merktar „Sherlock Holmes“ eða eitthvað í þeim dúr, heldur skemmtilega hluti sem safnarar gætu haft gaman af að eiga.
*UPPFÆRT* ATH. Nokkrir heppnir aðilar sem eru komnir á aldur eiga líka möguleika á að vinna tvo miða í sérstakt Sherlock Holmes partý sem verður haldið á English Pub á morgun kl. 22:00. Fljótandi veitingar í boði.
Það sem ég vil að þið gerið er að senda mér e-mail (tommi@kvikmyndir.is) með fullu nafni*, en… þið verðið líka að segja mér lykilorðið, sem þið verðið að finna sjálf hér á vefnum. Það er í rauninni sáraeinfalt að finna það. Þið byrjið á því að fara á undirsíðu myndarinnar (smellið á titilinn) og fylgið vísbendingunni þar sem stendur „verðlaun.“ Orðið sem ég leitast eftir tengist myndinni á einhvern hátt. (Og plís enginn eyðileggja fyrir hinum og segja orðið á spjallinu. Það er bara lame)
*Þeir sem vilja komast í partýið látið kennitölu fylgja með nöfnum.
Ég hef svo samband við vinningshafa á föstudaginn kl. 12:00. Þeir fá ráðið um hvort þeir vilja sækja vinninginn í DVD versluninni 2001 eða fá hann sendan heim.
Ég vil annars líka benda á almennar forsýningar á myndinni í kvöld. Þið getið skoðað sýningartímanna á „Bíó“ síðunni.
Hér er trailer fyrir myndina, en ég tel ekki ólíklegt að flestir séu búnir að sjá hann:

