Breska dagblaðið The Telegraph birti á dögunum lista yfir þær 100 myndir sem blaðið segir að einkenni, eða „skilgreini“ (e. define ) fyrsta áratug 21. aldarinnar.
Efst á listanum er Fahrenheit 9/11 eftir Michael Moore en um þá mynd segir höfundur greinarinnar m.a. í lauslegri þýðingu: „Þetta er kannski ekki endilega besta mynd áratugarins. Þetta er hugsanlega ekki besta mynd Michael Moore ( Roger and Me frá 1989 fær þann heiður ). Þrátt fyrir það er mikilvægi Fahrenheit 9/11 óumdeilt, stjórnmálaádeilumynd sem gerð var fyrir hóflegt fé sem var hundsuð af Disney sem áður stóðu með Moore að myndinni, en vann Gullpálmann í Cannes og þénaði meira en 220 milljón Bandaríkjadali um allan heim, og varð hvati að fleiri myndum í sama dúr, svo sem Supersize me og An Inconvenient Truth.“
Lesið endilega alla greinina með því að smella hér.
Michael Moore trónir á toppi listans. Hér er hann með einu aðal viðfangsefi myndarinnar, George W. Bush Bandaríkjaforseta.
Skoðið líka endilega kommentin að neðan sem eru fjöldamörg.

