Kynlíf á hverjum degi

Jessica Biel hefur ákveðið að leika aðalhlutverkið í og framleiða mynd eftir handritshöfundinn Juliu Brownell, F***ing Engaged, gamanmynd um par sem gerir með sér samning um að stunda kynlíf á hverjum einasta degi fram að brúðkaupi sínu, svo þau verði ekki eins ryðguð og foreldrar sínir.

Þetta er fyrsta myndin sem gerð verður eftir handriti Brownell, en hún er leikritaskáld útskrifuð úr MFA leiklistarprógramminu í Tisch School of the Arts í New York.

Áður hefur hún skrifað leikritin „Smart Cookie“og „Fantasy Baseball“ og gert handrit að stuttmyndunum „Pizza Boy“ og „The Assistant.“

Biel lék síðast í „Powder Blue,“ Easy Virtue og I Now Pronounce You Chuck and Larry

Næstu verkefni Biel eru í rómantískri gamanmynd eftir David O. Russell,  „Nailed“ og „Valentine’s Day,“ sem kemur í bíó í febrúar.