I Now Pronounce You Chuck and Larry
2007
Frumsýnd: 21. september 2007
They're as straight as can be, but don't tell anyone.
115 MÍNEnska
14% Critics
69% Audience
37
/100 Tveir venjulegir slökkviliðsmenn þykjast vera samkynhneigt par til að njóta ýmissa fríðinda sem ætluð eru pörum. Þeir Chuck Levine og Larry Valentine eru vinir og félagar í slökkviliðinu. Larry, sem er ekkill, syrgir enn dauða eiginkonunnar, Paula, og á í erfiðleikum með pappírsvinnu vegna erfðamála. Hann hefur áhyggjur af framtíð barnanna ef hann myndi... Lesa meira
Tveir venjulegir slökkviliðsmenn þykjast vera samkynhneigt par til að njóta ýmissa fríðinda sem ætluð eru pörum. Þeir Chuck Levine og Larry Valentine eru vinir og félagar í slökkviliðinu. Larry, sem er ekkill, syrgir enn dauða eiginkonunnar, Paula, og á í erfiðleikum með pappírsvinnu vegna erfðamála. Hann hefur áhyggjur af framtíð barnanna ef hann myndi falla frá, og er að spá í að hætta í vinnunni og fara í áhættuminna starf. En þá myndi hann fórna góðum eftirlaunum, sem er einnig ákveðið öryggisnet. Larry bjargar lífi Chuck einn daginn í vinnunni, og þegar Chuck segir Larry að hann eigi inni hjá honum, þá tekur Larry hann á orðinu, og biður hann um að verða ástmaður sinn og sambýlismaður á pappírunum, til að tryggja framtíð barnanna.... minna