Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

I Now Pronounce You Chuck and Larry 2007

Frumsýnd: 21. september 2007

They're as straight as can be, but don't tell anyone.

115 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 15% Critics
The Movies database einkunn 37
/100

Tveir venjulegir slökkviliðsmenn þykjast vera samkynhneigt par til að njóta ýmissa fríðinda sem ætluð eru pörum. Þeir Chuck Levine og Larry Valentine eru vinir og félagar í slökkviliðinu. Larry, sem er ekkill, syrgir enn dauða eiginkonunnar, Paula, og á í erfiðleikum með pappírsvinnu vegna erfðamála. Hann hefur áhyggjur af framtíð barnanna ef hann myndi... Lesa meira

Tveir venjulegir slökkviliðsmenn þykjast vera samkynhneigt par til að njóta ýmissa fríðinda sem ætluð eru pörum. Þeir Chuck Levine og Larry Valentine eru vinir og félagar í slökkviliðinu. Larry, sem er ekkill, syrgir enn dauða eiginkonunnar, Paula, og á í erfiðleikum með pappírsvinnu vegna erfðamála. Hann hefur áhyggjur af framtíð barnanna ef hann myndi falla frá, og er að spá í að hætta í vinnunni og fara í áhættuminna starf. En þá myndi hann fórna góðum eftirlaunum, sem er einnig ákveðið öryggisnet. Larry bjargar lífi Chuck einn daginn í vinnunni, og þegar Chuck segir Larry að hann eigi inni hjá honum, þá tekur Larry hann á orðinu, og biður hann um að verða ástmaður sinn og sambýlismaður á pappírunum, til að tryggja framtíð barnanna.... minna

Aðalleikarar

Klúður!
Þessi mynd er í rauninni algjört klúður. þegar ég fyrst heyrði af henni leyst mér mjög vel á leikaravalið enda er ég aðdáandi bæði king of queens og Adam Sandler sem leikara... Þegar maður horfir á þessa mynd fær maður það á tilfinninguna að leikararnir sérstaklega aðalleikararnir nenni ekki að leika í myndinni...... Segir sig sjálft að það er nátturulega ekki gott.... á ekki skilið nema 3/10 ekki spyrja hvers vegna þessar 3..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er alveg skelfileg til áhorfs. Ekkert fyndin, alltaf sömu hommabrandararnir og bara í rauninni glatað stuff. Dennis Dugan hefur ekki sent frá sér góða mynd síðan Big Daddy, og ekkert er hann að bæta hér. Fær botneinkunn hjá mér, og verðskuldað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vá verð bara að segja að þessi mynd var gjörsamlega hræðileg! ég meina fyrst þá bjóst ég við mjög góðri og fyndnari mynd en þegar ég sá seinni partinn af myndinni þá varð ég fyrir mjög miklum vonbrigðum þetta er allt of langdreginn mynd og mjög fáir góðir brandarar sem er mjög lélegt því maður vill sjá þessa mynd aðallega útaf bröndurunum en nei þetta voru flest af þeim alveg hræðilegir brandarar svo mitt mat er að þetta er bara ein hræðilegasta mynd sem ég hef séð. Þar að auka þá hef ég aðallega mikinn áhuga á myndum sem er með góðum söguþræði og þetta var bara ömurlegur söguþráður svo ég mæli alls alls ekki með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hvað get ég sagt ... Úff !!! Þessi mynd er því miður frekar misheppnuð. Í fyrsta lagi er Adam Sandler svo ekkert líkur sjálfum sér þarna en það ætti að vera kostur fyrir suma en fyrir mig er það hræðilegt þar sem ég kann mjög vel við hann í sínum eldri myndum. Síðan er Kevin James alveg þokkalegur en alls ekki að sýna sitt besta. En að myndinni, hún byrjar ágætlega og á mjög happy madison-legan hátt og sýnir frá því hvað vinátta þeirra félaga er sterk og þeir standa saman í gegnum súrt og sætt í vinnunni. En þegar þeir lenda báðir í slysi á hálf asnalegan hátt fer Larry(Kevin James)sem hafði misst eiginkonu sína að hugsa um framtíðina fyrir börnin og hvað myndi þau gera ef hann myndi deyja í starfinu, svo hann fær Chuck(Adam Sandler) til að fá þá félaga til að láta skrá sig sem samkynhneigt par og njóta meiri fríðinda og betri launa. Hugmyndin er kannski ágæt en myndin er klaufaleg og húmorinn virtist aldrei virka rétt og þrátt fyrir eitt frekar fyndið atriði með dansandi róna var hún alls ekkert svo fyndin. Steve Buscemi nær þó að lyfta myndinni aðeins upp og er hann eins og oftast mjög skemmtilegur. Ég get alls ekki mælt með myndinni og læt eina og hálfa stjörnu nægja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn