Framhald einnar heitustu költ-myndar síðastliðinna ára, The Boondock Saints, er loks að dragast nær og mér sýnist að margir íslendingar séu gríðarlega spenntir, sérstaklega miðað við það að frumsýningin er ekki komin með fasta dagsetningu. Ég tók m.a.s. eftir að það er búið að setja upp Facebook-síðu þar sem menn eru að heimta að hún komi í bíó.
Ég hef reyndar verið að fylgjast með dómum um myndina og hingað til hafa þeir verið nokkuð misjafnir. Hins vegar efa ég að hörðustu aðdáendur láti það trufla sig enda er fyrri myndin með 16% á RottenTomatoes.com.
Allavega, ef þið kíkið á forsíðuna okkar (eða undirsíðu myndarinnar, sem þið nálgist með því að smella á titilinn), þá sjáið þið að það er hægt að horfa á fyrstu 5 mínúturnar úr Boondock Saints II: All Saints Day. Gæðin eru svosem ekkert frábær, en það gerist stundum með þessi IGN vídeó, sem eru einungis ætluð að vera séð á litlum skjá.
Myndin er frumsýnd á föstudaginn í Bandaríkjunum.
Hvað finnst ykkur um þessar opnunarsenur?

