Bumblebee til sölu

Ef þú átt 60.000 dollara, sem er ca. sjö og hálf milljón íslenskar krónur, getur þú skellt þér á uppboðsvefinn iCollector.com og boðið í Bumblebee.

Líkneskið af Bumblebee, sem er eitt vélmennanna úr bíómyndinni Transformers, er rétt tæpa 5 metra á hæð og vegur eitt og hálft tonn. Það var búið til að beiðni Michael Bay sem vildi hafa eitt stykki Transformer í réttum hlutföllum. Samkvæmt iCollector var líkneskið notað við tökur á myndinni fyrir leikarana að hafa eitthvað til að leika á móti.

Líkneskið hefur einnig ferðast um allan heim eins og til dæmis Japan, Kóreu, London, Las Vegas, Dallas, New York og Bolton svo fátt eitt sé nefnt.

Fleiri hlutir sem hafa lent á uppboðinu eru meðal annars búningar leikara, þar á meðal klæðnaður sem Megan Fox hefur „actually“ snert !!