Warner Brothers hefur nú gefið út yfirlýsingu þess efnis að þeir ætli að gefa út „Watchmen: The Ultimate Cut“. Í þessari útgáfu myndarinnar er búið að klippa teiknuðu myndina „Tales of the Black Freighter“. Sú mynd byggist á smásögu sem er partur af Watchmen bókinni. Þannig að ef þú ert gallharður, harðkjarna, aðdáandi Watchmen þá verður þú að eignast þetta eintak !
Warner Brothers mun gefa út þessa útgáfu í takmörkuðu upplagi, einungis 70.000 eintök, sem samsvara 0,03% af heildarsölu DVD og Blue Ray sem þegar hafa verið seldir af Watchmen venjulegu útgáfunni.
Að auki mun Watchmen: The Complete Motion Comic fylgja með þessari útgáfu en það er teiknimynd gerð nákvæmlega eftir Watchmen bókinni.

The Watchmen: Ultimate Cut mun koma út ytra 3. Nóvember

