Ghost Rider… framhald?

Samkvæmt Variety er Columbia Pictures að gera allt tilbúið fyrir nýja Ghost Rider-mynd. Þetta mun vera beint framhald 2007-myndarinnar (þrátt fyrir „lala“ viðtökur og slappa dóma), í stað þess að vera „re-boot“ mynd.

Leikstjóri fyrri myndarinnar, Mark Steven Johnson, mun hins vegar ekki koma nálægt verkefninu og mun David Goyer (Blade: Trinity, The Unborn) taka við í staðinn. Hann mun væntanlega skrifa handritið og leikstýra, eins og hann er þekktur fyrir að gera. Nicolas Cage mun samt snúa aftur sem Johnny Blaze, enda búinn að bíða eftir þessu lengi. Hann er sagður vera gallharður aðdáandi myndasagnanna og á hann víst líka að vera með Ghost Rider-tattoo.

Enginn veit enn hvort Eva Mendes snúi aftur eða cirka hvenær myndin mun vera frumsýnd. Það er annars klappað og klárt að „Ghost Rider 2“ verði að veruleika, og menn geta deilt um það hér á kommentsvæðinu hversu frábær/vond tilhugsun það er.