Reeves í fangelsi, en FBI ekki

Leikarinn Keanu Reeves átti ekki í neinum vandræðum með að arka inn í fangelsi á dögunum í Buffalo í Bandaríkjunum, en þar tókst honum nokkuð sem alríkislögreglumönnum hefur ekki tekist.
Reeves, sem einna þekktastur er fyrir leik sinn í Matrix þríleiknum, eyddi síðustu helgi í að skoða tökustaði fyrir nýja bíómynd sem er í undirbúningi. Meðal annars skoðaði leikarinn tvö fangelsi í Erie sýslu sem búið er að lögsækja fyrir mannréttindabrot. Hafa fangelsisyfirvöld þar bannað alríkislögreglumönnum aðgang að fangelsunum, en báru Reeves hinsvegar á höndum sér og buðu hann velkominn í skoðunarferð. Eftir á hafa yfirvöldin sagt að þau hefðu ekki átt að hleypa leikaranum þarna inn fyrir dyr.
Myndin sem Reeves er að undirbúa heitir Henry´s Crime en þar leikur Reeves tollvörð sem er ranglega ásakaður um að hafa rænt banka í Buffalo.