Nýtt plakat og slúður um Batman 3

Margt er skrafað og skeggrætt um næstu Batman mynd, Batman 3  sem áætlað er að frumsýna árið 2011. Eitt er þó víst að gátumaðurinn verður á meðal þeirra óþokka sem Batman þarf að kljást við.
Á vefnum ignmovies.com er ágæt samantekt á helsta slúðrinu sem er í gangi vegna myndarinnar:

1. Angelina Jolie sem kattarkonan.
2. Johnny Depp leikur gátumanninn.
3. Zack Snyder leikstjóri er á kantinum ef Christopher Nolan hættir við að leikstýra myndinni.
4. Philip Seymour Hoffman leikur mörgæsina
5. Racel Weisz leikur kattarkonuna.
6. Paul Giamatti sem mörgæsin.
7. Sam Worthington tekur við hlutverki Batman af Christopher Bale.
8. Jókerinn snýr aftur.
9. Eddie Murphy leikur gátumanninn.
10. Miley Cyrus leikur Batgirl.
11. Shia LaBeouf er Robin.
12. Cher er fyrsta val Nolans sem kattarkonan.

Þetta plakat birtist á dögunum á síðu Batman 3 myndarinnar á IMDB.com. Ætli þetta sé plakatið sem mun verða notað í kynningum á myndinni?