Fyrstu myndirnar frá Green Hornet

Fyrstu myndirnar frá The Green Hornet, nýjustu mynd Seth Rogen og Michel Gondry, eru nú komnar á netið. Rogen hefur sjálfur sagt í viðtölum að þetta eigi alls ekki að vera grínmynd og hann muni leggja sig allan fram við að gera The Green Hornet hetjuna raunverulega.

Fyrir neðan má sjá myndirnar, en þess má geta að leikarinn sem sést leika Kato er áhættuleikari fyrir hlutverkið. Leikarinn sem fer með hlutverk Kato í myndinni heitir Jay Chou. Aðrir leikarar sem koma fram í myndinni eru Cameron Diaz, Nicolas Cage og Edward James Olmos.