Boondock Saints II trailerinn kominn!

Ég hef tekið eftir því að mjög margir íslendingar eru aðdáendur költ-myndarinnar The Boondock Saints frá 1999. Ef það passar, þá geta þeir heldur betur búið sig undir góðar fréttir núna þar sem loksins er hægt að bera augum á trailerinn fyrir framhaldið, sem ber undirheitið All Saints Day og kemur í bíó eftir cirka tvo mánuði vestanhafs. Trailerinn má sjá á undirsíðu myndarinnar (smellið hingað) eða einfaldlega á forsíðu okkar. Ég mæli auðvitað með því að þið ýtið á litla fullscreen-hnappinn á vídeóspilaranum og horfið á sýnishornið þannig.

Troy Duffy, sem gerði fyrstu myndina fyrir litlar $7 milljónir, hefur lofað framhaldi síðan cirka 2003 en ekkert hefur gerst fyrr en núna. Þá er bara að bíða og sjá hvort eitthvað sé varið í framhaldið (og þ.a.l. hvort biðin hafi verið þess virði). Ég held að helstu áhyggjur fólks séu þær að þetta verði einungis „meira af því sama.“ En hver veit?

Það er ekki vitað enn hvort þessi mynd komi í íslensk kvikmyndahús. Hins vegar, ef íslendingar sýna nógu mikinn áhuga fyrir henni, þá er alltaf séns að það verði að veruleika. Spurning um að láta reyna á það hérna á spjallinu og sjá hvað fólkið vill.

Hvað segið þið?

Hvernig lýst ykkur á þennan trailer? Væruð þið til í að sjá Boondock Saints II: All Saints Day í íslensku bíói?