Vin Diesel mun snúa aftur sem Xander Cage í xXx 3. Jafnvel þrátt fyrir að hafa verið drepinn „off camera“ í seinni myndinni. Þetta kemur mér sérstaklega á óvart, en samt ekki, því Vin Diesel sagði oft í byrjun ferils síns að hann hataði framhaldsmyndir og að hann ætlaði ekki að taka þátt í þeim (The Chronicles of Riddick átti að vera undantekningin frá reglunni).
Hann er bara búinn að lækka svo mikið í goggunar röðinni að hann verður að éta orðin ofan í sig og takak öllu sem býðst. Hvort sem það er Fast and the Furious, Riddick eða xXx. Ég bíð bara eftir fréttum af því að hann ætli að leika í The Pacifier 2…

