Á morgun, sunnudaginn 23. ágúst hefst úrslitakeppni Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu í Finnlandi, en Íslendingar eru á meðal keppenda. Á heimasíðu Lands og sona, www.logs.is, er skemmtileg grein um landsliðskonurnar þar sem leikstýra heimildamyndarinnar Stelpurnar okkar, Þóra Tómasdóttir og framleiðandinn Hrafnhildur Gunnarsdóttir, voru til gamans beðnar að skipa í helstu hlutverk ef myndin væri leikin.
Þetta er skemmtileg samantekt eins og sjá má á heimasíðunni, en sem dæmi þá sjá þær Scarlett Johansson fyrir sér í hlutverki Margrétar Láru Viðarsdóttur, Hólmfríður Magnúsdóttir yrði leikin af Salma Hayek og Ilmur Kristjánsdóttir myndi túlka fyrirliðann Katríni Jóhannsdóttur.

