Uppselt er á allar sýningar fram að helgi á Harry Potter og blendingsprinsinum í VIP sal SAMbíóanna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá SAMbíóunum.
Í tilkynningunni segir einnig að þetta sé til marks um þá miklu eftirvæntingu sem ríki fyrir myndinni, sem frumsýnd verður á morgun, miðvkudaginn 15. júlí.
Myndin verður
sýnd í Laugarásbíó og Sambíóunum (Álfabakki, Kringlan, Selfoss, Akureyri og
Keflavík) um land allt.

