Tökur á Kung Fu Kid hófust síðastliðinn laugardag. Þetta er endurgerð á myndinni Karate Kid, frá 1984, og er samstarfsverkefni China Film Group og Columbia Pictures.
Jackie Chan mun leika kung-fu meistarann, sem var upprunalega leikinn af Pat Morita, en sonur Will Smith, Jaden Smith, mun leika krakkann.
Myndin á að gerast í asíu en fá lánaðan söguþráð frá fyrstu myndinni. Stefnt er að því að myndin verði forsýnd í júní á næsta ári.
Sjáið þið ekki fyrir ykkur Jackie Chan segja: ,, Wax on…. wax off !“

