Glænýtt atriði úr Harry Potter

Á forsíðunni, sem og undirsíðu myndarinnar, er hægt að finna nýtt myndbrot úr Harry Potter and the Half-Blood Prince. Venjulega myndu svona fréttir ekki þykja neitt sérstaklega merkilegar en umrætt atriði er í þessu tilfelli afar mikilvægt og er e.t.v. upphitun að senum sem aðdáendur bókanna bíða hvað spenntastir eftir.

Kíkið hiklaust á klippuna og komið ykkur í rétta gírinn, enda ekki nema rúmar 2 vikur í myndina. Ég hvet ykkur einnig til að kíkja á „samantekt“ vídeóið, sem er einnig á undirsíðu myndarinnar, en það er 10 mínútna trailer sem sýnir söguna og hvernig hún hefur þróast frá fyrstu myndinni til þeirrar nýjustu.