Fangi á dauðadeild er neyddur til að taka þátt í leik upp á líf og dauða. Þessi leikur er einungis skemmtiatriði fyrir blóðþyrsta áhorfendur framtíðarinnar.
Nei ég er ekki að lýsa The Running Man með Arnold Schwarzenegger heldur er þetta myndin Gamer með Gerard Butler. Þó svo að margt sé líkt með þessum myndum er þetta ekki endurgerð né uppfærsla á The Running Man. Þetta er sjálfstæð mynd sem fjallar um leikjaspilara framtíðarinnar sem leika sér með alvöru fólk eins og strengjabrúður. Eins og þið getið ímyndað ykkur þá eru fangarnir alls ósáttir að fórna lífi sínu í þessum skrípaleik og reyna brjótast út úr leiknum til þess að ná hefndum á höfundi leiksins.
Leikstjórar myndarinnar eru engir aðrir en Mark Neveldine og Brian Taylor, en þeir hafa gert garðinn frægan með myndunum Crank og Crank: High Voltage.
-
Sýnishorn
- • Gamer: Trailer

