Kidman, Hopkins og mannlegi bletturinn

The Human Stain, er ný kvikmynd sem er í bígerð og munu Nicole Kidman ( Moulin Rouge ) og Anthony Hopkins ( Hannibal ) fara með aðalhlutverkin. Myndin, sem byggð verður á skáldsögu með sama nafni og vann Pulitzer-verðlaunin, fjallar um háskólaprófessor (Hopkins) sem er ásakaður um kynþáttahatur og verður að ljóstra upp leyndarmálum sínum til þess að hreinsa nafn sitt. Kidman mun leika útskriftarnemanda hans sem hann verður ástfanginn af. Myndinni verður leikstýrt af Robert Benton en Kidman hefur áður unnið með honum við kvikmyndina Billy Bathgate. Miramax mun framleiða myndina, og hefjast tökur á henni líklega í mars 2002.