Í gær á MTV Movie Awards-hátíðinni var frumsýnt fyrsta bíóbrotið fyrir unglingamyndina New Moon, sem – eins og eflaust flestir vita – er beint framhald myndarinnar Twilight.
Þetta er meira teaser heldur en trailer en sem betur fer er nóg sýnt til að geta gefið aðdáendum eitthvað fyrir sinn snúð. Hægt er að skoða sýnishornið á undirsíðu myndarinnar (sem þið nálgist með að smella á titilinn) eða einfaldlega á forsíðunni.
The Twilight Saga: New Moon er frumsýnd 27. nóvember.

