Útgáfu á nýjustu Harry Potter myndinni, Harry Potter and the Half-Blood Prince hefur verið flýtt um tvo daga vestanhafs. Warner Bros. hafa verið mjög duglegir að fikta í útgáfudagsetningu myndarinnar, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem fyrirtækið breytir útgáfudagsetningunni.
Myndinni var seinkað nýverið til 17.júlí, sem er töluvert seinna en margir aðdáendur bjuggust við. Nú er ljóst að myndin mun koma út 15.júlí, en að sögn Warner Bros segja þeir að breytingarnar megi rekja til samkeppnisaðstæðna á markaðnum, þ.e. útgáfu annarra mynda á sama tíma. ,,Síðasta myndin opnaði með 44 milljónir á miðvikudegi, þannig að það er engin ástæða fyrir okkur til að örvænta.“ sagði forseti Warner Bros, Dan Fellman í blaðaviðtali.
Miklar líkur eru á því að breytingarnar erlendis muni ná hingað til lands, þ.e. að Harry Potter and the Half-Blood Prince verði frumsýnd þann 15.júlí næstkomandi í stað 17.júlí.
Einnig er kominn nýr trailer sem er lokatrailerinn fyrir myndina, en í honum má sjá fullt af nýju myndefni. Einnig eru komin ný plaköt!
Smelltu hér til að sjá trailerinn (mismunandi gæði í boði)
Smelltu hér til að sjá nýju plakötin

