Rorschach er Krueger!

Margir eru ekki alveg að sjá fyrir sér einhvern annan í Freddy Krueger-hlutverkinu heldur en Robert Englund (sem er orðinn 62 ára!), en búið er að vera skoða ýmsa kandídata fyrir hina væntanlegu Nightmare on Elm Street endurgerð.

Samkvæmt Bloody-Disgusting kemur Jackie Earle Haley sterklega til greina sem Krueger og m.a.s. er búið að vera að skoða ýmsa samninga. Haley er að sjálfsögðu þekktastur fyrir að leika harðjaxlinn Rorschach í Watchmen, ásamt óhugnanlega barnaperranum í Little Children.

Framleiðslufyrirtæki Michael Bay, Platinum Dunes, mun framleiða myndina og mun nokkur Samuel Bayer leikstýra, en hann kemur aðallega úr tónlistarmyndabransanum. Búast má við því að Nightmare on Elm Street endurgerðin komi í bíó einhvern tímann á næsta ári.