Kvikmyndavefsíðan Joblo.com birti dóm sinn um Watchmen fyrir stuttu síðan og voru vægast sagt sáttir. Dómurinn er að vísu mjög óformlegur, en myndin var frumsýnd vestanhafs núna á föstudaginn. Það er bókað mál að Watchmen verður tekjuhæsta mynd helgarinnar erlendis, en hún hefur nú þegar komið 55 milljónum dollara í kassann. Joblo gefur myndinni 9/10 í einkunn.
Smelltu hér til að lesa dóminn.
Önnur og öðruvísi kvikmyndavefsíða, Spill.com, hafa birt dóm sinn og eru ekki jafn sáttir með hana. Best er að horfa á dóminn sjálfur, hann er um 6 mínútna langur og á videoformi.

