Nautica með McGregor og Ledger

Ný mynd með leikurunum Ewan McGregor ( Moulin Rouge ) og Heath Ledger ( A Knight’s Tale ) er að líta dagsins ljós. Nefnist hún Nautica og verður leikstýrt af leikstjóranum Ted Demme ( Blow ). Sögurþráðurinn hljómar á þá leið að þrír menn segja söguna af því hvað gerðist um borð í skemmtiferðaskipi þar sem þeir voru farþegar. Morð var framið um borð og fáum við söguna frá öllum þremur sjónarhornum, líkt og gert var í hinni klassísku kvikmynd Akira Kurusawa, Rashomon. Handritið var skrifað af manni að nafni Richard McBrian en þetta er hans fyrsta handrit.