Gagnrýnandi Kvikmyndir.is, Tómas Valgeirsson, sá eina af stærri myndum þessa árs fyrir nokkrum dögum síðan. Kvikmyndin ber nafnið Watchmen og er gerð eftir samnefndri myndasögu sem er ein sú virtasta í heiminum í dag.
Tómas heldur vart vatni yfir myndinni, og gefur henni 9/10 í einkunn, sem verður að teljast svakalegt.
Þess má til gamans geta að þetta er fyrsti íslenski dómurinn um myndina.
Smelltu hér til að lesa dóm Tómasar! – Hann er spoiler-laus!

