Watchmen: Karakter-prófíll – Dr. Manhattan

[Til að krydda aðeins upp á biðina eftir einni heitustu mynd ársins mun
ég birta hér persónuprófíla á helstu persónur Watchmen-sögunnar – Þið
getið fundið sömu upplýsingar á heimasíðu myndarinnar, en hér getið þið
skoðað þær á íslensku.]

Prófíll #3 – DR. MANHATTAN

Jon Osterman var glaðlyndur vísindamaður sem átti í hamingjösömu sambandi við kærustu sína, þar til vísindatilraun misheppnaðist allsvakalega og breytti honum í þetta ofurfyrirbæri sem síðar er nefnt Dr. Manhattan. Hann er skærblár og gengur gjarnan um nakinn (ekki spyrja) og getur auðveldlega tortímt öllu í kringum sig með einungis hugarorku.

Jon er sá eini í Watchmen-hópnum sem hefur alvörunni ofurkrafta, en hann er sömuleiðis hættulegur gagnvart nánast öllum í kringum sig. Eiginleikar Jons smám saman útiloka honum frá mannlegum samskiptum og nálægð við aðra. Dr. Manhattan er stærsta vopn bandaríska hersins og skv. Watchmen-sögunni er hann ástæðan af hverju þeir unnu Víetnam-stríðið.

Skoðið fleiri karakterprófíla á www.kvikmyndir.is/watchmen.

Myndin verður frumsýnd 13. mars.