Viltu eignast tónlistina úr Watchmen?

Ef Watchmen-myndin lítur vel út í þínum augum, þá ættirðu klárlega að vilja taka sénsinn á að eignast geisladiskinn með tónlistina úr henni.

Undirritaður sá myndina fyrir stuttu og fullyrðir að hún innihaldi
eitthvað það besta soundtrack sem heyrst hefur í kvikmynd, punktur!
Notkunin á lögunum er gjörsamlega fullkomin! En nóg um það… Dómurinn ætti að detta inná síðuna á næstu dögum.

Diskurinn (sem verður gefinn úr þann 3. mars) er virkilega safaríkur og svona til að gefa fólki hugmynd um tónanna sem eru hér að finna, þá skellti ég upp lagalistanum:

1. Desolation Row – My Chemical Romance
2. Unforgettable – Nat King Cole

3. The Times They Are A-Changin’ – Bob Dylan

4. The Sound Of Silence – Simon & Garfunkel

5. Me & Bobby McGee – Janis Joplin

6. I’m Your Boogie Man – KC & The Sunshine Band

7. You’re My Thrill – Billie Holiday

8. Pruit Igoe & Prophecies – The Philip Glass Ensemble

9. Hallelujah – Leonard Cohen
10. All Along The Watchtower – Jimi Hendrix

11. Ride of the Valkyries – Budapest Symphony Orchestra

12. Pirate Jenny – Nina Simone

Það er ekki mikið sem þú þarft að gera. Þú svarar einni léttri spurningu og sendir inn fullt nafn. Að sjálfsögðu geta ekki allir fengið eintak, en þess vegna mun ég draga úr réttum svörum.

Spurningin hljómar svona:

Hver er leikstjóri Watchmen og hvaða testósterón-mynd sendi hann frá sér fyrir tæplega tveimur árum síðan?

Sendið svarið á tommi@kvikmyndir.is. Dregið verður úr getrauninni á mánudaginn upp úr hádeginu.