Watchmen-myndasaga Alan Moore er talin ein sú besta sem hefur verið gefin út… En af hverju?
Þorsteinn Vilhjálmsson, stúdent úr MR og gallharður myndasöguaðdáandi, svarar þessari spurningu með afar athyglisverðri og vandaðri umfjöllun á þessa myndasögu.
Ég fékk Þorstein til að segja frá öllu því sem gerir þessa marglofuðu sögu að skyldueign, og e.t.v. skapar þessi lestur meiri spennu gagnvart bíómyndinni.
Ég hvet ykkur eindregið til að lesa áfram:
—————————————————————————————————-
Watchmen er alþekkt meðal áhugamanna um myndasögur sem hreinlega það besta sem gefið hefur verið út í teiknuðu formi. Þetta er toppurinn á höfundarferli Alan Moore, goðsagnar inann geirans, þekktum fyrir að umbylta gamla myndasöguforminu og gera það áhugaverðara og dýpra. Hann skrifaði t.d. Batman-söguna The Killing Joke, sem nýju Batman-kvikmyndirnar byggja mikið á, og hefur svo fundið upp á nýjum heimum og sögusviðum sem eiga sér fá fordæmi í skáldskap, hvers forms sem hann er.
Kvikmyndaáhugamenn þekkja því miður mest til hans af mis-misheppnuðum tilraunum til að koma sögum hans á hvíta tjaldið, svo sem V for Vendetta, From Hell, Swamp Thing og League of Extraordinary Gentlemen – allar stórkostlegar myndasögur, sem gáfu af sér slæmar kvikmyndir. Engin af þessum sögum býr þó yfir viðlíka virðingu og Watchmen, svo aðdáendur Moores út um allan heim krossleggja fingur þessa dagana!
Sögusvið bókarinnar er Kalda stríðið í eilítið öðruvísi heimi en þeim sem við lesum um í sögubókum. Ein lína úr bókinni lýsir þeim muni best: ‘God exists and he’s American’.
Eins og einmitt næsta lína á eftir skýrir, þá er eitthvað hreinlega að manni ef ekki rennur kalt vatn milli skinns og hörunds við þessi orð. Ofurmennið er til og hefur nær ótakmarkað vald. Í krafti þess sigra Bandaríkjamenn Víetnam-stríðið og Nixon forseti tryggir sér eitt kjörtímabil í viðbót – þvert á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Sovétmenn hafa neyðst til að gefa eftir landsvæði, oft svo svíður undan, og munu ekki líða það mikið lengur.
Þessi maður – kallaður Dr. Manhattan eftir Manhattan-kjarnorkuverkefni Bandaríkjamanna – á að vera maður til að enda öll stríð. Hann getur stöðvað kjarnorkuflugskeyti á flugi, eytt stórum landsvæðum óvinanna – enginn ætti að vera nógu brjálaður til að fara í stríð við Dr. Manhattan. Þó stækka kjarnorkuvopnabúr beggja stórvelda stöðugt – enn meir en í okkar eigin sögu.
Þetta er ástand heimsins í Watchmen – þetta ofurviðkvæma valdajafnvægi, heimurinn stöðugt rambandi á barmi stríðs sem hlífir engu lífi á gervallri jörðu. Allt mun ráðast á einu morði, þegar manni að nafni Edward Blake er einn daginn kastað út um glugga á háhýsi í New York.
Watchmen fjallar um þennan hnút sem kominn var á heimssamskiptin í Kalda stríðinu og þá afar raunverulegu hættu að allt líf á jörðu þurrkaðist út fyrir eintóma heimsku ráðenda. Úr því stríði leystist að lokum í okkar heimi, aðallega vegna efnahagslegs hruns Sovétríkjanna, en alltaf er ógeðfellt að lesa um í dag hversu nærri heimsendir raunverulega stóð.
Í Watchmen, hinsvegar, er lögð fram lausn við þessum hnút sem heimurinn var í á tindi stríðsins. Lausn sem er svo brilliant að orðið ‘plot twist’ lýsir henni engan veginn, enda er hún orðið margfræg síðan. Ég vona innilega að kvikmyndaaðdáendur haldi sér frá spillum, og svo að kvikmyndin breyti ekki niðurlagi myndarinnar – því þetta er einn eftirminnilegasti endir sem undirritaður hefur séð fyrr og síðar.
Alan Moore, höfundur Watchmen, gæti alveg eins hafa skrifað skáldsögur, kvikmyndahandrit, samið tónlist jafnvel, en valdi sér myndasöguformið af ákveðinni ástæðu. Myndasögur eru sjónrænar, en hendast ekki fram á 24 römmum á sekúndu líkt og kvikmyndir; heldur er hægt að fylla hverja teikningu af smáatriðum, sem lesandinn getur síðan drukkið í sig að vild og á eigin hraða. Watchmen er fullkomið dæmi um þetta – smáatriðin eru ótrúleg, næstum í hverjum ramma sögunnar eru vísanir sem endalaust er hægt að uppgötva – Watchmen þreytist aldrei og aldrei verður maður leiður á henni.
Sú litla virðing sem myndasögur njóta í fínum kreðsum er algjörlega óskiljanleg í ljósi þessa meistaraverks. Hið venjulega bókaform nýtur allrar virðingar, en hver heilvita maður mun viðurkenna, eftir að hafa lesið Watchmen, að hún er af allt öðrum gæðastuðli en flestar vinsælustu bækur síðustu tuttugu ára. Það sem toppar vinsældalistana þessa dagana er ódýr pappír um bandarísk nútímastjórnmál, sjálfshjálparbækur, væmnar töfraraunsæisskáldsögur – og Watchmen er á meðan talin lágmenning!
Watchmen er skyldueign fyrir alla safnara góðra bóka, hvers forms sem þær eru. Lesendur hér eru hvattir til að kasta frá sér öllum fordómum og komast yfir eintak – þetta eru bókarkaup sem enginn sér eftir, sérstaklega ef þau gefa manni tækfæri til að spilla um fyrir vinum sínum fyrir frumsýningardag!
Við vonum svo öll að kvikmyndin standi undir allháum væntingum!
-Þorsteinn Vilhjálmsson, þann 17. febrúar ’09.
—————————————————————————————————-
Watchmen er alþekkt meðal áhugamanna um myndasögur sem hreinlega það besta sem gefið hefur verið út í teiknuðu formi. Þetta er toppurinn á höfundarferli Alan Moore, goðsagnar inann geirans, þekktum fyrir að umbylta gamla myndasöguforminu og gera það áhugaverðara og dýpra. Hann skrifaði t.d. Batman-söguna The Killing Joke, sem nýju Batman-kvikmyndirnar byggja mikið á, og hefur svo fundið upp á nýjum heimum og sögusviðum sem eiga sér fá fordæmi í skáldskap, hvers forms sem hann er.
Kvikmyndaáhugamenn þekkja því miður mest til hans af mis-misheppnuðum tilraunum til að koma sögum hans á hvíta tjaldið, svo sem V for Vendetta, From Hell, Swamp Thing og League of Extraordinary Gentlemen – allar stórkostlegar myndasögur, sem gáfu af sér slæmar kvikmyndir. Engin af þessum sögum býr þó yfir viðlíka virðingu og Watchmen, svo aðdáendur Moores út um allan heim krossleggja fingur þessa dagana!
Sögusvið bókarinnar er Kalda stríðið í eilítið öðruvísi heimi en þeim sem við lesum um í sögubókum. Ein lína úr bókinni lýsir þeim muni best: ‘God exists and he’s American’.
Eins og einmitt næsta lína á eftir skýrir, þá er eitthvað hreinlega að manni ef ekki rennur kalt vatn milli skinns og hörunds við þessi orð. Ofurmennið er til og hefur nær ótakmarkað vald. Í krafti þess sigra Bandaríkjamenn Víetnam-stríðið og Nixon forseti tryggir sér eitt kjörtímabil í viðbót – þvert á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Sovétmenn hafa neyðst til að gefa eftir landsvæði, oft svo svíður undan, og munu ekki líða það mikið lengur.
Þessi maður – kallaður Dr. Manhattan eftir Manhattan-kjarnorkuverkefni Bandaríkjamanna – á að vera maður til að enda öll stríð. Hann getur stöðvað kjarnorkuflugskeyti á flugi, eytt stórum landsvæðum óvinanna – enginn ætti að vera nógu brjálaður til að fara í stríð við Dr. Manhattan. Þó stækka kjarnorkuvopnabúr beggja stórvelda stöðugt – enn meir en í okkar eigin sögu.
Þetta er ástand heimsins í Watchmen – þetta ofurviðkvæma valdajafnvægi, heimurinn stöðugt rambandi á barmi stríðs sem hlífir engu lífi á gervallri jörðu. Allt mun ráðast á einu morði, þegar manni að nafni Edward Blake er einn daginn kastað út um glugga á háhýsi í New York.
Watchmen fjallar um þennan hnút sem kominn var á heimssamskiptin í Kalda stríðinu og þá afar raunverulegu hættu að allt líf á jörðu þurrkaðist út fyrir eintóma heimsku ráðenda. Úr því stríði leystist að lokum í okkar heimi, aðallega vegna efnahagslegs hruns Sovétríkjanna, en alltaf er ógeðfellt að lesa um í dag hversu nærri heimsendir raunverulega stóð.
Í Watchmen, hinsvegar, er lögð fram lausn við þessum hnút sem heimurinn var í á tindi stríðsins. Lausn sem er svo brilliant að orðið ‘plot twist’ lýsir henni engan veginn, enda er hún orðið margfræg síðan. Ég vona innilega að kvikmyndaaðdáendur haldi sér frá spillum, og svo að kvikmyndin breyti ekki niðurlagi myndarinnar – því þetta er einn eftirminnilegasti endir sem undirritaður hefur séð fyrr og síðar.
Alan Moore, höfundur Watchmen, gæti alveg eins hafa skrifað skáldsögur, kvikmyndahandrit, samið tónlist jafnvel, en valdi sér myndasöguformið af ákveðinni ástæðu. Myndasögur eru sjónrænar, en hendast ekki fram á 24 römmum á sekúndu líkt og kvikmyndir; heldur er hægt að fylla hverja teikningu af smáatriðum, sem lesandinn getur síðan drukkið í sig að vild og á eigin hraða. Watchmen er fullkomið dæmi um þetta – smáatriðin eru ótrúleg, næstum í hverjum ramma sögunnar eru vísanir sem endalaust er hægt að uppgötva – Watchmen þreytist aldrei og aldrei verður maður leiður á henni.
Sú litla virðing sem myndasögur njóta í fínum kreðsum er algjörlega óskiljanleg í ljósi þessa meistaraverks. Hið venjulega bókaform nýtur allrar virðingar, en hver heilvita maður mun viðurkenna, eftir að hafa lesið Watchmen, að hún er af allt öðrum gæðastuðli en flestar vinsælustu bækur síðustu tuttugu ára. Það sem toppar vinsældalistana þessa dagana er ódýr pappír um bandarísk nútímastjórnmál, sjálfshjálparbækur, væmnar töfraraunsæisskáldsögur – og Watchmen er á meðan talin lágmenning!
Watchmen er skyldueign fyrir alla safnara góðra bóka, hvers forms sem þær eru. Lesendur hér eru hvattir til að kasta frá sér öllum fordómum og komast yfir eintak – þetta eru bókarkaup sem enginn sér eftir, sérstaklega ef þau gefa manni tækfæri til að spilla um fyrir vinum sínum fyrir frumsýningardag!
Við vonum svo öll að kvikmyndin standi undir allháum væntingum!
-Þorsteinn Vilhjálmsson, þann 17. febrúar ’09.

