Við vildum vekja athygli á íslensku Watchmen-heimasíðunni.
Vefurinn er mest megnis líkur official erlendu síðunni nema það gæti þótt hentugra að sækja efni þaðan á innlendu netsvæði. Einnig þykir þægilegra fyrir suma að hafa fídusana alla merkta á íslensku.
Hægt er að skoða sýnishorn úr myndinni ásamt ljósmyndum og öðrum myndbrotum. Líka er hægt að ná í alls kyns hluti á borð við bakgrunni (Wallpaper-a) og skoða karakter-prófíla hjá hverjum og einum.
Þessir sömu prófílar verða fljótt birtir á íslensku hér á Kvikmyndir.is.
Heimasíðan er einfaldlega Kvikmyndir.is/Watchmen. En ef þið viljið stytta ykkur leið og kíkja beint á vefinn, þá má smella hér.
Myndin kemur í bíó 13. mars.

