Gagnrýnandi Kvikmyndir.is, Tómas Valgeirsson, hefur birt dóma sína fyrir nýjustu mynd Græna Ljóssins, The Wrestler og einnig Frost/Nixon. Tommi er gjörsamlega í skýjunum eftir að hafa horft á þær, en hann gefur þeim báðum 9 af 10 í einkunn og heimtar að Mickey Rourke fái Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í The Wrestler.
Myndirnar voru báðar frumsýndar í gær.
Smelltu hér til að lesa dóm Tomma um The Wrestler
Smelltu hér til að lesa dóm Tomma um Frost/Nixon

