Ein af vinsælli myndum Græna Ljóssins, The Reader, verður ekki sýnd um helgina. Myndin var tekin úr sýningu í gærkvöldi þar sem filman rispaðist og er ekki sýningarhæf. Ný filma mun að öllum líkindum koma til landsins á mánudaginn.
Háskólabíó þurfti að vísa þónokkrum frá í gærkvöldi vegna þessa, en The Reader hefur fengið frábæra dóma hérlendis, og er tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta mynd.

