Forsala miða á Bíódaga á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn hefur farið fram úr björtustu vonum, en þar er boðið upp á stuttmyndir, heimildamyndir og kvikmyndir frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa því brugðið á það ráð að bjóða upp á aukasýningar á flestum myndunum til þess að anna eftirspurn.
Íslensk framlög til hátíðarinnar eru myndirnar “Djöflaeyjan” eftir Friðrik Þór Friðriksson, “Dansinn” eftir Ágúst Guðmundsson, “Smáfuglar” og “Síðasti bærinn” eftir Rúnar Rúnarsson.
Nánari upplýsingar á www.bryggen.dk/biodage
Miðasala: www.politikenbillet.dk/nordatlanten

