Á svipuðum tíma og Christian Bale var ásakaður um að hafa ráðist á móður sína og systur bárust fregnir af því að hann hefði gjörsamlega misst það á tökusetti Terminator: Salvation. Nú hefur hljóðklippa af þessum atburði ratað á veraldarvefinn.
Shane Hurlbut, tökustjóri myndarinnar, gerði viðvaningsleg mistök í einu atriði myndarinnar og Bale var alls ekki ánægður með það. Aðili úr tökuliðinu gekk inn þegar verið var að taka upp atriði, og greinilega ekki í fyrsta skipti að sögn Bale. Einnig virðist Bale vera ósáttur yfir því að menn séu að athuga ljósin á meðan atriði er tekið upp, ekki á milli þess sem þau eru tekin upp.
Bale hellti sér yfir Hurlbut í rétt rúmar 3 mínútur, og hægt er að hlusta á afraksturinn með því að copy-pastea linkinn hér fyrir neðan í vafrann þinn:
http://www.aolcdn.com/tmz_audio/020209_christianbale.mp3
Ef þú smellir hér er hægt að hlusta á hana í spilara
Sagan er sú að framleiðendur myndarinnar hafi sent klippuna á tryggingafyrirtæki sitt til öryggis ef Bale skyldi ekki mæta í tökur einn daginn, en það er óstaðfest.
Engar yfirlýsingar hafa borist frá Bale eða öðrum aðstandendum Terminator: Salvation.

