Fyrstu 6 mínúturnar úr Valkyrie

Hægt er að skoða fyrstu 6 mínúturnar úr nýjustu mynd Tom Cruise, Valkyrie, sem frumsýnd verður á föstudaginn í næstu viku.

Myndin er leikstýrð af Bryan Singer, sem er þekktastur fyrir fyrstu tvær X-Men-myndirnar og The Usual Suspects.

Myndin fjallar um tilræði við Hitler árið 1944 og var hugmyndin að
kenna SS um morðið og virkja herinn í yfirtöku á landinu og semja um
frið við bandamenn. Planið gekk undir nafninu Valkyrie og var leitt af
Claus von Stauffenberg sem fylgdi sinni eigin samvisku og var á móti
Þýskalandi Hitlers og áleit að Hitler væri að stefna landinu í glötum
sem og hann gerði.

Hægt er að skoða myndbrotið á undirsíðu myndarinnar hér á Kvikmyndir.is með því að smella á titilinn, annars er einnig hægt að finna það á forsíðunni undir „Aukaefni.“

Ég mæli eindregið með því að þið skoðið klippuna í fullri stærð (fullscreen) með því að smella á litla ferkantaða rammann undir skjánum.