Bestu og verstu plaköt ársins 2008!

Eitt stærsta safn plakata á veraldarvefnum, http://www.impawards.com/, hefur birt árlegan lista sinn yfir bestu og verstu plaköt ársins sem nú er nýliðið. Vefsíðan hefur notið töluverðrar velgengni undanfarin ár, enda um eigulegt safn plakata að ræða.

Það er ekki nóg með að IMP Awards birti frambjóðendur til bestu og verstu plakata ársins, heldur völdu þeir plakat fyrir myndina The Dark Knight sem besta plakat ársins 2008. Einnig hafa þau aðra flokka til að velja úr, sem afar skemmtilegt er að renna í gegnum, m.a. hugrökkustu plakötin, óhugnalegustu plakötin og fyndnustu plakötin.

Vinningsplakatið má sjá hér fyrir neðan, og skartar mynd af jókernum í afar sérkennilegum kringumstæðum.

Smelltu hér til að sjá bestu og verstu plaköt ársins 2008 (ásamt fleiri flokkum)