Nýtt plakat fyrir G.I. Joe

 Það hefur verið birt nýtt plakat fyrir eina af stærri myndum næsta sumars, G.I. Joe: The Rise of Cobra, en myndin er gerð eftir samnefndum myndasögum (ásamt öðrum varningi). Myndin á plakatinu hefur þó verið í umferð síðan síðasta sumar, þannig að þetta er eitthvað sem margir hafa eflaust séð áður, en það breytir því ekki að plakatið er eitursvalt!

Plakatið má sjá hér fyrir neðan, smellið á það fyrir betri upplausn.

G.I. Joe: The Rise of Cobra verður frumsýnd 14.ágúst 2009 í Bandaríkjunum, en ekki hefur verið ákveðin dagsetning hér á Íslandi.